þriðjudagur, 5. mars 2013

Þunglyndi og Kvíði, ekkert til þess að skammast sín fyrir!



Þunglyndi og kvíði



Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur lagst á alla. Þá meina ég allir geta orðið þunglyndir!

Mig langaði aðeins til að tala um þunglyndi og kvíðaröskun því ég berst við þessa sjúkdóma. Og langaði aðeins að peppa fólk sem er með þetta líka eða ekki.

 Mér finnst oft fólk mynda sér neikvæða mynd á þunglyndis og kvíðasjúklinga. Og sérstaklega þegar er talað um fólk sem þarf að leita sér hjálpar á geðdeildum eins og það er kallað. Og sumir hafa sína mynd á geðdeildum eins og er í sumum bíómyndum, Fólk stjórnlaust í spennutreygju? Ee nei alls ekki rétt...



Ef þú ert með þunglyndi þá þarftu ekkert að skammast þín fyrir það..  þetta er eins og hver annars sjúkdómur. Enginn velur sér það að næla sér í eitt stykki þunglyndi hvað þá einhvern annan sjúkdóm. , sumir líta á fólk með þunglyndi sem eitthverja aumingja og þetta sé ekkert annað en aumingjaskapur. En nei það er ekki raunin. Það er ekkert að því að fara til sálfræðings og fá hjálp á vandamálum sínum, það er alveg eins og að fara til heimilslæknis og fá lækningu við kvefi eða eyrnabólgu eða eitthvað álíka.





Það sem hjálpaði mér mikið við að takast á við mínu þunglyndi og kvíða var t.d að hætta að drekka áfengi!! Áfengið hjálpaði mér nákvæmlega ekkert og ef ég t.d tæki hérna eitt djamm á föstudegi þá veit ég aldrei hvort að þunglyndið og kvíðinn stingi í bakið á mér í kjölfarið það er að segja dagana eftir djammið. Þá get ég verið veik heima hjá mér í jafnvel tvær vikur með endalausar kvíðahugsanir og þunglyndið og ég verð svona eins og ég sé dofin. Ég er mjög hress stelpa og þegar ég fer í þunglyndiskast er eins og það slökkt á off takkanum á Sædísi sem allir vinir mínir þekkja mig sem hressa og fjöruga, en þá er eins og það bara slökkni á öllum góðum tilfinningum og mér langar ekkert til þess að fara út með vinum og treysti mér varla í vinnuna og ég kvíði öllu og hausinn á mér fer í rússíbana á endalausum áhyggjum og hugsunum sem  snúast í hring eftir hring og ég næ varla að stoppa og á erfitt með svefn og matarlyst. Þó mig langi auðvitað rosalega mikið til þess að sofa eðlilega og borða.  



Ég er núna ekki búin að drekka síðan 6 . oktober 2012 og er ég svo ánægð með lífið! Og sjálfan mig að hafa hætt að skemma fyrir sjálfri mér með drykkjunni ! hef ekkert farið í þunglyndis né kvíðakast síðan og ég kann algjörlega að skemmta mér edrú. Og mér finnst mjög gaman að fara niðrí bæ og dansa og fíflast með vinkonunum þó ég sé edrú. Enda er ég svo hress fyrir að ég þarf ekki áfengi til þess að hressa mig við 



Annað sem hjálpaði mér mjög mikið við að ná tökum á þunglyndi og kvíðanum og sigrast á þessu var að fara á dale carnigie námskeið. Það hjálpaði mér svo mikið og ég alveg blómstraði á þessu námskeiði og kynntist æðislegu fólki sem var jafnvel í sömu sporum og ég . og smá mont hérna þá hlaut ég æðstu viðurkenninguna sem er hægt að fá á þessu námskeiði þar sem allur hópurinn kaus þann sem þeim fannst eiga mest skilið að fá þessa viðurkenningu. Og þó það kosti kanski smáá pening að fara á þetta námskeið þá er það algjöööörlega þess virði! Og þetta er fyrir fólk á öllum aldri og fyrir alla. Það hafa allir gott á því að fara á Dale námskeið. Það mun bara gera þér gott :).

Hérna fyrir neðan er smá sem ég fann á netinu á ýmsum síðum um einkenni þunglyndis



    Depurð, vonleysi og hjálparleysi

    Tárast títt og auðveldlega

    Minni ánægja með lífið, nýtur ekki lífsins

    Minni áhugi á athöfnum og áhugamálum sem áður veittu ánægju

    Svefntruflanir og sofið mikið

    Minnkuð eða aukin matarlyst

    Vanmáttarkennd og sektarkennd

    Þreyta eða slen

    Kvíði eða pirringur

    Hæg hugsun

    Minni áhugi á kynlífi

    Ofurviðkvæmni

    Slök einbeiting, minni og áhugahvöt

    Miklar líkamlegar umkvartanir

    Sjálfsvígshugsanir



Vona að þessi grein mín hafi verið ykkur gagnleg,  Áfram þið! Og lærið að elska ykkur eins og þið eruð því þið eruð frábær "just the way you are" ;)

pís out xoxo Sædís Eir

ég með viðurkenninguna eftir Dale Carnigie námskeiðið

mynd eftir Karólínu Hrönn vinkonu mína :)

 mér finnst þessi mynd æðisleg og sýna svo mikið frelsi. vertu frjáls í líkamanum þínum og sýndu þinn frábæra persónuleika :) og ekki gleyma að vera þú sjálf/ur og njóta lífsins!



 

mánudagur, 4. mars 2013

Nail Art & fyrsta bloggið!

áhvað að gera mér blogg bara mér til gamans :)
og verður þessi síða bara svona alskonar það sem ég hef áhuga á og ýmislegt um lífið og tilveruna.

annars þá hef ég mjög gaman af svona Nail Art eins og það er kallað og fylgist með nokkrum Nail art síðum á facebook og er þar myndir af ýmilsslegu sniðugu sem hægt er að gera með sýnar eigin neglur.

þar sem ég hef prufað að vera með gerfineglur og fíla það ekki alveg ( ekki hentugt fyrir brussur eins og mig ). þá er Nail Art skemtileg leið til þess að bæta úr því og það er mjög gaman að dunda sér við þetta, eða það finnst mér finnst smá gaman að dunda mér við svona föndur þegar ég hef ekkert betra að gera hehe. 

en annars hérna fyrir neðan ætla ég að setja inn nokkrar myndir af töff nail arts  alveg endalausar hugmyndir hægt að fá á veraldarvefnum 

væri nú ekkert á móti því að eiga þetta :]


þetta þykir mér mjög töff!


fiðrildi- sumarlegt og sætt :)


þríhyrningamustur mikið í tískur núna.. WHAT?!

Vatnsmelónur hollar og góðar yummíí 


er nú viss um að hún Klara vinkona mín væri ánægð með þetta (hún veit hvað ég meina ) ;)



og ekki má gleyma mottunum! Gleðilegan mottumars allir :]









pís out og verið góð við hvort annað ;)



xoxo Sædís Eir